Samgönguáætlun birt á næstu klukkutímunum!

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun birta síðustu samgönguáætlun sína á þessu kjörtímabili og því eðilega mikil spenna um niðurstöður hennar. Eðlilega má búast við að fólk horfi fyrst til sín landssvæðis þegar niðurstöðurnar hafa verið kynntar en í mínum huga eru það umferðaröryggismálin sem eiga að vega þyngst þegar upp er staðið. Hvaða framkvæmdir skila helst fækkun slysa í umferðinni fyrir alla landsmenn!

Í þessu samhengi horfa margir til tvöföldunar stofnbrauta út frá höfuðborginni enda hefur árangur vegna tvöföldunnar Reykjanesbrautar ekki látið á sér standa þó það verk sé tæplega hálfnað.  Sú framkvæmd sem unnin var af núverandi ríkisstjórn hefur án efa verið sú merkilegasta þegar horft er til umferðaröryggis og fækkun slysa. Með það í huga tel ég fyrsta áfanga af tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar vera eitt á stóru málunum í dag og mikilvægt að fyrsti áfangi þeirra framkvæmda verði á dagskrá sem allra fyrst. Með reynslu Reykjanesbrautar að leiðarljósi tel ég víst að áfangi uppá 5 - 10 km kafla á vel hönnuðum vegi með tvær aðgreinar í hvora átt muni þegar skila sér með fækkun alvarlegra slysa og banaslysa.

Af umræðu síðustu daga má einnig gera ráð fyrir fleiri göngum í samgönguáætluninni bæði fyrir Vestan og á Austfjörðum. Það jákvæða við þá umræðu er að þau göng sem nú virðast vera efst á baugi sbr. göng undir Lónsheiði og göng í gengum Óshlíð hafa meðal annars mikið með fækkun slysa að gera um leið og þau bæta samgöngur á þessum stöðum. Sú staðreynd að Sturla Böðvarsson kynni samgönguáætlun frá Ísafirði hlýtur að segja okkur eitthvað.

Í framhaldi skiptir máli hvaða flokkar mynda ríkisstjórn að kosningum loknum og hvort að núverandi stefna um bætt umferðaröryggi verið áfram við líði. Eflaust mun ný Samgönguáætlun samgönguráðherra hafa eitthvað með þær niðurstöður að gera þegar fram í sækir. Við skulum sjá til.

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steinþór Jónsson

Höfundur

Steinþór Jónsson
Steinþór Jónsson
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hundalíf
  • Steinkarlar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband