Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.5.2007 | 13:58
Reykjanesbraut - er ekki það sama og Reykjanesbraut
Í meðfylgjandi frétt er verið að tala um umferðaróhöpp innan höfuðborgarsvæðisins þ.e. frá Hafnarfirði að Mjódd en fréttin er myndskreytt af Reykjanesbraut við Kúagerði. Þessum aðskildum vegum er oft ruglað saman enda báðir kallaðir Reykjanesbraut.
Af hinni einu og sönnu Reykjanesbraut er það að frétta að ekkert banaslys hefur orðið þar í rúm 3 ár en voru því miður allt að sex árlega árin þar á undan. Það er líka frétt útaf fyrir sig :)
Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæði verða á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 21:42
Auðvitað klárar Sturla málið!
Umræðan um tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsveg er nú á svipuðum stað og umræðan um Reykjanesbrautina stóð sem hæðst árið 2000-2001. Og hver var niðurstaðan þar hjá núverandi stjórnvöldum - jú tvöfalda Reykjanesbrautina. Í dag eru þrjú ár liðin á brautinni án þess að banaslys hafi orðið - Já 3 ár en 3 ár þar á undan létust 18 einstaklingar á sama tímabili. Og afhverju ættu þessir sömu stjórnarliðar ekki að halda áfram góðu verki - ég bara spyr.
Sem formaður áhugahóps um tvöfalda Reykjanesbraut veit ég af eigin reynslu að verkefni sem tvöföldun vega tekur tíma en það þarf að byrja og ná niður slysatölum á Suðurlands- og Vesturlandsvegi eins og gert var með Reykjanesbrautina. Ég treysti að ákvörðun dagsins marki þá ákvörðun og verkið hefjist sem allra fyrst. Því mun ég og mitt fólk fylgja eftir.
Í samtökum Samstöðu höfum við barist fyrir bættu umferðaröryggi á landinu öllu með því að virkja nýja áhugahópa um allt land, með miklum áróðri í fjölmiðlum og jákvæðri umræðu um þá vakningu sem nú á sér stað í umferðareftirliti á landinu. Og hver er staðan á 100 degi ársins - jú banaslys voru fimm sinnum algengari að meðaltali á síðasta ári en það sem af eru þessu ári, fimm sinnum algengari. Í ár hafa því miður 2 einstaklingar látist í umferðinni (þar á meðal einn á Suðurlandsvegi) eða með 50 daga millibili. Á síðast ári lést einstaklingur með 11 daga millibili allt árið. En hvert banaslys er einum of mikið og því verðum við áfram að berjast með slysalausa sýn að markmiði. Við skulum vona að árið 2007 verði betra ár í umferðinni en við höfum upplifað síðustu tugi ára. Það getur orðið það ef við höldum baráttu okkar og samstöðu áfram.
Við vorum öll minnt á fórnarkostnað Suðurlandsvegar þegar Hannes Kristmundsson vinur minn stóð fyrir því að 52 krossar voru settir upp í samvinnu með Samstöðu, Vinum Hellisheiðar og öðrum áhugamönnum um bætta umferðarmenningu. Höldum góðu verki áfram og klárum málið.
Útboð á tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar undirbúið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2007 | 16:02
Hvert slys er einum of mikid
A hverjum degi a thessu ari hef eg fylgst med frettum a netinu og i hvert skipti vonad ad engin frett vaeri um banaslys eda alvarleg slys i umferdinni. Sem betur fer var mer ad osk minni thar til i morgun ad thessi stutta frett med svo storar afleidingar blasti vid. Baratta okkar i Samstodu hofst formlega a thessu ari med slysalausa syn i umferdinni ad markmidi. Thad markmid heldur afram thvi hvert slys er einu slysi of mikid. Afram verdum vid ad berjast ad settu marki og aldrei gefast upp. Eg skora alla ad taka thatt i theirri barattu og skra sig a www.nullsyn.is.
I sidustu viku fekk eg tolvupost fra Umferdarstofu, thar sem er er staddur i fri i Kanada, um ad fjoldi theirra sem letust i umferdinni i fyrra vari nu 31 en ekki 30 thar sem okumadur sem lest sidar af averkum er nu talinn med i slysatolum arsins 2007.
Fyrir hond Samstodu votta eg adstandendum thessa unga manns samud mina og bid Gud ad blessa allt hans folk a thessum erfida tima.
Banaslys í Hörgárdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2007 | 22:40
Ekkert banaslys í umferðinni í janúar og febrúar 2007
12.2.2007 | 22:44
Sakna "Ísland í bítíð" á Stöð 2
Ég er mjög ósáttur með að Ísland í bítið hafi nú verið tekið á dagskrá. Þetta var kannski sá þáttur sem ég horfði hvað mest á og var í alla staði mjög góður og vandaður. Þessi nýji tími þar sem raunveruleikaþættir verða algengari með hverju árinu sem líður var gott að vakna upp við vandaðan þjóðmálaþátt þar sem venjulegt fólk talaði um daginn og veginn án skrumskælinga.
Eftir 20 ára viðskipti við Stöð2 verð ég að viðkenna að þetta var mikil afturför
11.2.2007 | 22:40
Samgönguáætlun birt á næstu klukkutímunum!
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun birta síðustu samgönguáætlun sína á þessu kjörtímabili og því eðilega mikil spenna um niðurstöður hennar. Eðlilega má búast við að fólk horfi fyrst til sín landssvæðis þegar niðurstöðurnar hafa verið kynntar en í mínum huga eru það umferðaröryggismálin sem eiga að vega þyngst þegar upp er staðið. Hvaða framkvæmdir skila helst fækkun slysa í umferðinni fyrir alla landsmenn!
Í þessu samhengi horfa margir til tvöföldunar stofnbrauta út frá höfuðborginni enda hefur árangur vegna tvöföldunnar Reykjanesbrautar ekki látið á sér standa þó það verk sé tæplega hálfnað. Sú framkvæmd sem unnin var af núverandi ríkisstjórn hefur án efa verið sú merkilegasta þegar horft er til umferðaröryggis og fækkun slysa. Með það í huga tel ég fyrsta áfanga af tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar vera eitt á stóru málunum í dag og mikilvægt að fyrsti áfangi þeirra framkvæmda verði á dagskrá sem allra fyrst. Með reynslu Reykjanesbrautar að leiðarljósi tel ég víst að áfangi uppá 5 - 10 km kafla á vel hönnuðum vegi með tvær aðgreinar í hvora átt muni þegar skila sér með fækkun alvarlegra slysa og banaslysa.
Af umræðu síðustu daga má einnig gera ráð fyrir fleiri göngum í samgönguáætluninni bæði fyrir Vestan og á Austfjörðum. Það jákvæða við þá umræðu er að þau göng sem nú virðast vera efst á baugi sbr. göng undir Lónsheiði og göng í gengum Óshlíð hafa meðal annars mikið með fækkun slysa að gera um leið og þau bæta samgöngur á þessum stöðum. Sú staðreynd að Sturla Böðvarsson kynni samgönguáætlun frá Ísafirði hlýtur að segja okkur eitthvað.
Í framhaldi skiptir máli hvaða flokkar mynda ríkisstjórn að kosningum loknum og hvort að núverandi stefna um bætt umferðaröryggi verið áfram við líði. Eflaust mun ný Samgönguáætlun samgönguráðherra hafa eitthvað með þær niðurstöður að gera þegar fram í sækir. Við skulum sjá til.
11.2.2007 | 14:07
Betri löggæsla fækkar slysum
Það er engin spurning í mínum huga að aukin sýnileiki lögreglunnar og aukið eftirlit er að skila miklum árgangri í fækkun slysa. Þegar ökumenn eru enn að keyra nálægt 130 km hraða og það á stóurm pallbíl er nauðsynlegt að auka eftirlit til muna. Það er ekki þessum ökumönnum að þakka að við erum enn án banaslysa í umferðinni árið 2007.
Það þarf ekki að spyrja af leikslokum ef umræddur bílstjóri hefði lent framan á öðrum bíl á Sandgerðisvegi eins og líkleg dæmi því miður sanna. Viðkomandi bílstjóri getur því þakkað lögreglunni gott eftirlit því án efa er betra að borga ökusekt en hafa mannslíf vegna glæfraaksturs á samviskunni.
Sýnum samstöðu og ökum varlega
Pallbíll á 129 km hraða á Sandgerðisvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 16:53
Fyrsta bloggfærsla
Um bloggið
Steinþór Jónsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar